Bónus hækkar mest

Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í Bón­us, um 2,7% á milli verðmæl­inga verðlags­eft­ir­lits ASÍ í ann­arri og þriðju viku júní. Karf­an hækkaði um 1,9% í versl­un Krón­unn­ar á milli vikna og um 2% í klukku­búðinni Sam­kaup­um-Strax. Þetta eru nýj­ustu niður­stöður úr könn­un­um verðlags­eft­ir­lits­ins sem fylg­ist með verði í mat­vöru­versl­un­ar­keðjum í hverri viku og skoðar breyt­ing­ar á verið al­mennr­ar inn­kaupa­körfu fyr­ir fjöl­skyldu.

Kaskó eina lág­vöru­versl­un­in sem ekki hækkaði

Verð vörukörf­unn­ar hækkaði í öll­um lág­vöru­verðsversl­un­um að Kaskó und­an­skil­inni þar sem verðið var nán­ast óbreytt á milli vikna. 2,7% verðhækk­un á körf­unni í Bón­us er til­kom­in vegna hækk­ana á kjötvör­um í körf­unni en aðrir liðir hækka einnig og hafa græn­meti og drykkjar­vör­ur þar mest áhrif til hækk­un­ar. Tæp­lega 2% hækk­un á vörukörf­unni í Krón­unni má einnig rekja að mestu til hækk­ana á kjötvör­um en einnig að nokkru til hækk­ana á drykkjar­vör­um.

Vörukarf­an hækkaði um rúm­lega 1% í Nettó á milli vikna sem or­sak­ast af hækk­un­um á kjötvör­um, drykkjar­vör­um og hrein­lætis­vör­um í körf­unni.

Nóa­tún hækk­ar um 0,8% á milli vikna

Í stór­mörkuðunum hækkaði vörukarfa ASÍ um 0,8% í Nóa­túni og um 0,5% í Hag­kaup­um á milli mæl­inga í 24. og 25. viku en lækkaði í Sam­kaup­um-Úrval um 1,5%. Lækk­un­in staf­ar að mestu af lækk­un á kjötvör­um í körf­unni en á móti veg­ur tals­verð hækk­un á hrein­læt­is- og snyrti­vör­um. Í Klukku­búðunum var lít­il breyt­ing á verði körf­unn­ar í 10-11 og 11-11 á milli vikna en karf­an hækkað um 2% í Sam­kaup­um-Strax sem rekja má til hækk­un­ar á kjötvör­um.

Nán­ar um verðkönn­un ASÍ  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert