Dæmd fyrir tilraun til fjársvika

Rúmenskt par var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmt í 35 daga fangelsi fyrir tilraun til fjársvika, með því að hafa í sameiningu haft í vörslum sínum 60 óútfyllt kort er þau voru handtekin í maí, samskonar og greiðslukort sem höfðu að geyma afrit af segulrönd fyrir gild greiðslukort frá Evrópu í því skyni að nota þau hér á landi til að ná út fé með notkun þeirra.

Voru þau bæði dæmd í 35 daga fangelsi en refsingunni til frádráttar skal koma 18 daga gæsluvarðhald Er þeim gert að greiða verjendum sínum alls níu hundruð þúsund krónur í málsvarnarlaun. Bæði játuðu brot sín skýlaust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka