Níu manns voru í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdir til að greiða sekt í ríkissjóð fyrir að hafa að morgni fimmtudagsins 26. júlí 2007 við mótmælaaðgerðir á vegi að Hellisheiðarvirkjun, Sveitarfélaginu Ölfusi, þar sem ákærðu lokuðu umræddum vegi við aðgerðir sínar, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að opna veginn aftur fyrir umferð og hverfa frá vettvangi.
Þurfa átta þeirra að greiða 50 þúsund krónur í sekt en einn þeirra þarf að greiða100.000 krónur í sekt til ríkissjóðs.