Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi

Vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi má gera ráð fyrir umferðartöfum frá
Kópavogslæk frá klukkan 09:00  og frameftir degi.

Vegna vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar þarf að
flytja umferð við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar á bráðabirgðaveg. Bráðabirgðagatnamótin eru um 150 m austan við núverandi gatnamót.  Einnig mega vegfarendur um Vogaveg búast við truflunum á umferð vegna tengingar nýrra gatnamóta við Vogaveg.  Búast má við að þessi bráðabirgðagatnamót verði í notkun fram til 1. júlí næstkomandi.  Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og virða hámarkshraða á svæðinu.

Vegna vegaframkvæmda á Heiðmerkurvegi verða miklar umferðartafir frá
Rauðhólum að Vífilstaðahlíð næstu daga, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert