10 króna afsláttur af bensíni

Það er nóg að gera á bensínstöð N1 við Bíldshöfða
Það er nóg að gera á bensínstöð N1 við Bíldshöfða

N1 opnaði í morgun nýja þjónustustöð að Bíldshöfða í dag og er boðið upp á 10 króna afslátt af eldsneyti allan daginn í tilefni opnunarinnar, að því er segir á vef N1. Líkt og fram hefur komið var lítrinn af bensíni hækkaður um 3 krónur í gærkvöldi. Algengt verð er nú 177,40 krónur lítrinn.

Nýja þjónustustöðin er rúmlega 500 fermetrar að stærð og sambærileg þjónustustöð N1 í Fossvogi í Reykjavík. Hjólbarðaþjónustan sem opnuð verður síðar í mánuðinum verður rúmlega 1100 fermetrar að stærð en þar af verður rúmlega 400 fermetra dekkjahótel. Hönnuðir nýju stöðvarinnar eru Ask Arkitektar. Uppbygging stöðvarinnar hefur gengið samkvæmt áætlun en um framkvæmdir sáu ÍAV, að því er segir á vef N1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka