Suðureyrarhöfn fékk í morgun leyfi til að flagga Bláfánanum, alþjóðlegri viðurkenningu sem veitt er rekstraraðilum baðstranda og smábátahafna fyrir góða umhverfisstjórnun. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, veitti fánanum viðtöku en hafnarstarfsmaðurinn Hjalti Þórarinsson dró hann að húni. Þá voru Guðmundur Kristjánsson hafnarstjóri, Svanhildur Guðnadóttir, formaður hafnarstjórar, og Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, viðstödd afhendinguna.
Fyrstu Bláfánarnir voru dregnir að húni á Íslandi í júní 2003 og er þeim nú flaggað í sex höfnum á Íslandi að höfnunum á Suðureyri og Arnarstapa á Snæfellsnesi meðtöldum. Báðar fengu þær hafnir að flagga honum nú í fyrsta skipti.
Samtökin Foundation for Enviromental Education halda utan um Bláfánaverkefnið en sækja þarf um endurnýjun Bláfánans árlega. Tvær dómnefndir, önnur alþjóðleg og hin innlend, meta umsóknir og hafa eftirlit með að reglum sé framfylgt.