„Enginn vafi“ á lögmætinu

„Um þetta er í sjálfu sér ekki annað að segja en að auglýsingadeildin hjá okkur telur engan vafa leika á um lögmæti þessara auglýsinga. Það er verið að auglýsa vörumerki sem eru til sölu í verslunum hérlendis, sem léttöl, þ.e.a.s. 2,25% að styrkleika eða minna. Hvergi í auglýsingunum er vitnað í eða sýnd önnur vara en léttölið,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um kvartanir Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum vegna meintra áfengisauglýsinga í Ríkisútvarpinu, s.s. í Sjónvarpinu og í Popplandi á Rás 2.

„Við erum ekki í þeirri stöðu að geta gert athugasemdir við eða synjað um birtingu á löglegum auglýsingum. Samtökin [...] verða að beina spjótum sínum þá að löggjafanum [...]. Það er hafið yfir allan vafa að miðað við gildandi lög eru þessar auglýsingar innan þeirra marka sem þeim eru sett.“

Páll segir menn geta haft skoðanir á því hvort viðeigandi sé að auglýsa vörur af þessu tagi í tengslum við íþróttaviðburði eins og Evrópumeistaramótið í knattspyrnu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert