Mikið hvassviðri á Hellu

Frá tjaldbúðum á Landsmóti hestamanna í kvöld
Frá tjaldbúðum á Landsmóti hestamanna í kvöld mbl.is/Óli Már Aronsson

Mikið hvassviðri er á Hellu þar sem Landsmót hestamanna er nú  haldið.  Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hafa nokkur tjöld losnað en ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið.  Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli, og Selfossi hafa verið kallaðar út til þess að halda niðri tjöldum, og básum og tryggja svæðið.   Mörg þúsund hestamanna eru samankomnir á Hellu vegna mótsins.

Að sögn lögreglunnar hefur mótssvæðinu verið lokað tímabundið fyrir utanaðkomandi umferð af öryggisástæðum, nema fyrir fólk sem á erindi í tjöld eða fellihýsi á svæðinu.  Svæðið verður svo aftur opnað þegar lægir, að sögn lögreglu.

Mikið hvassviðri er á Hellu þar sem Landsmót hestamanna er …
Mikið hvassviðri er á Hellu þar sem Landsmót hestamanna er haldið. Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert