Mikið hvassviðri á Hellu

Frá tjaldbúðum á Landsmóti hestamanna í kvöld
Frá tjaldbúðum á Landsmóti hestamanna í kvöld mbl.is/Óli Már Aronsson

Mikið hvassviðri er á Hellu þar sem Lands­mót hesta­manna er nú  haldið.  Að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli hafa nokk­ur tjöld losnað en ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið.  Björg­un­ar­sveit­ir frá Hellu, Hvols­velli, og Sel­fossi hafa verið kallaðar út til þess að halda niðri tjöld­um, og bás­um og tryggja svæðið.   Mörg þúsund hesta­manna eru sam­an­komn­ir á Hellu vegna móts­ins.

Að sögn lög­regl­unn­ar hef­ur móts­svæðinu verið lokað tíma­bundið fyr­ir ut­anaðkom­andi um­ferð af ör­ygg­is­ástæðum, nema fyr­ir fólk sem á er­indi í tjöld eða felli­hýsi á svæðinu.  Svæðið verður svo aft­ur opnað þegar læg­ir, að sögn lög­reglu.

Mikið hvassviðri er á Hellu þar sem Landsmót hestamanna er …
Mikið hvassviðri er á Hellu þar sem Lands­mót hesta­manna er haldið. Friðrik Tryggva­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert