Sameining HÍ og KHÍ tekur gildi

Kennaraháskólinn og Háskóli Íslands voru formlega sameinaðir í morgun.
Kennaraháskólinn og Háskóli Íslands voru formlega sameinaðir í morgun. mbl.is/Kristinn

Kennaraháskólinn var formlega sameinaður Háskóla Íslands klukkan 10:30 í morgun. Meðal þeirra sem mættu við athöfnina eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Ólafur Proppé, fráfarandi rektor Kennaraháskóla Íslands.

Á sama tíma var fáni Háskóla Íslands dreginn að húni á Laugavatni sem er útvörður Háskóla Íslands á Suðurlandi.

Samtímis sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands undir nafni og merki Háskóla Íslands, tekur gildi nýtt skipulag og stjórnkerfi Háskóla Íslands.

Skólanum verður skipað í fimm fræðasvið og Kennaraháskólinn myndar stofninn í einu þeirra, Menntavísindasviði. Önnur fræðasvið eru: Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert