Stendur Íbúðalánasjóður á krossgötum?

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Bráðabirgðaniðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), um að umgjörð Íbúðalánasjóðs (ÍLS) samræmist ekki ríkisstyrkjareglum EES-samningsins, gæti leitt til breyttrar stöðu sjóðsins. ESA telur aðskilnaðar þörf milli hinnar félagslegu og almennu starfsemi sjóðsins. Sú niðurstaða er ekki bindandi en rannsókn er haldið áfram og gæti leitt til bindandi niðurstöðu. Með ríkisstyrkjum er átt við ríkisábyrgð, skattaívilnanir og framlög á fjárlögum.

Markmið ESA er hins vegar að venjuleg húsnæðislán á almennum markaði njóti ekki ríkisstyrkja og lán sjóðsins hafi afmörkuð félagsleg markmið. 20 milljóna króna lán til vinnandi fólks við fulla heilsu, til kaupa á eigin fasteign, hljómar t.d. ekki mjög „félagslegt“. Slík lán veitir ÍLS í samkeppni við bankana.

En hvað er nógu félagslegt? Í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins í gær sagði t.d. að nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum væru skynsamlegt skammtímaúrræði til að freista þess að afstýra hruni á fasteignamarkaði, bæta lausafjárstöðu og stuðla að eðlilegra ástandi á innlendum lánamarkaði. Almennur félagslegur ávinningur af útlánum sjóðsins hlýtur því að teljast nokkur á meðan útlán einkaaðila eru í lágmarki og markaðurinn langt undir stofuhita.

Samtök atvinnulífsins segja ráðstafanirnar þó hvorki lausn varðandi aðgang íslenskra fjármálafyrirtækja að erlendu lánsfé né ásættanlega langtímalausn. ÍLS sé ekki að koma bönkunum til bjargar. Samtökin skrifa núverandi stöðu á húsnæðismarkaði á reikning breytingar í opinbera íbúðalánakerfinu eftir alþingiskosningar 2003, hún verði ekki rakin til bankanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert