Einn ökumaður var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna af lögreglunni á Akranesi í liðinni viku og þvagsýni sem var tekið reyndist benda til amfetamínsneyslu. Skömmu eftir að ökumanninum var sleppt og hann hafði útvegað annan ökumann í ökuhæfu ástandi, var sama bifreið stöðvuð og nú var farþegi sem í bílnum var handtekinn vegna gruns um að hann væri með fíkniefni á sér. Reyndist farþeginn vera ökumaðurinn sem stuttu áður hafði verið tekinn fyrir ölvunarakstur.
Fundust á honum hass og amfetamín. Áður hafði lögreglan fundið nokkuð af amfetamíni í vegkantinum rétt hjá þar sem bifreiðin hafði verið stöðvuð. Þeir fylgdust síðan með raunalegri leit farþeganna úr bifreiðinni í vegkantinum áður en þeir handtóku farþegann sem hafði verið ökumaður skömmu áður, nú með fíkniefni á sér, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Akranesi.