Tilboðið óásættanlegt

Læknar
Læknar Þorvaldur Örn Kristmundsson

Al­ger samstaða ríkti á fé­lags­fundi Lækna­fé­lags Íslands í gær um að hafna 20.300 kr. launa­hækk­un og und­ir­búa verk­fallsaðgerðir í haust, ná­ist ekki að semja fyr­ir þann tíma. Þetta seg­ir Gunn­ar Ármanns­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins. Hann seg­ir 8% raun­launa­lækk­un hafa fal­ist í boðinu. Lækn­ar vilji fá 10% launa­hækk­un sem sé í sam­ræmi við þá samn­inga sem gerðir hafa verið við aðrar stétt­ir upp á síðkastið.

„Þetta til­boð rík­is­ins upp á 20.300 kr. fel­ur í raun í sér mestu raun­launa­lækk­un hjá ein­um hópi hjá hinu op­in­bera sem er í boði,“ seg­ir Gunn­ar. Það stafi af því að sök­um hárra launa lækna hafi til­boðið hlut­falls­lega mjög lítið að segja. Hann seg­ir ástæðuna fyr­ir því að lækn­ar höfnuðu til­boðinu snúa að mennt­un­inni. „Fólk er búið að leggja á sig gríðarlega langt og erfitt nám og þegar til kast­anna kem­ur hjá hinu op­in­bera, þegar á að verja kaup­mátt­inn, þá á að ráðast á þann hóp sem hef­ur lagt á sig mestu mennt­un­ina og hann á að hækka minnst. Við velt­um því fyr­ir okk­ur hvaða skila­boð það eru til þeirra sem eru nú í þeim spor­um að velja sér náms­leiðir.“

Gunn­ar seg­ir að hefði til­boðið verið samþykkt væri ekki fýsi­legt fyr­ir lækna í sér­fræðinámi er­lend­is að koma heim með þá miklu þekk­ingu sem þeir hefðu aflað sér. „Svo má held­ur ekki gleyma því að þegar lækn­ar, sem fara í þetta langa nám, koma heim úr sér­námi, oft í kring­um fer­tugt, þá eru þeir að koma heim oft­ast nær með tvær hend­ur tóm­ar. Þannig þurfa lækn­ar að taka inn ævi­tekj­ur sín­ar á miklu skemmri tíma held­ur en flest­ar aðrar stétt­ir. Við telj­um óeðli­legt og óá­sætt­an­legt að það eigi að refsa þessu sama fólki fyr­ir það að leggja þetta á sig.“

Fund­ur Lækna­fé­lags Íslands með sátta­semj­ara hófst kl. 10 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert