Varað við stormi

Fjallið Kerling í Eyjafirði, sem er hæsta fjall í byggð …
Fjallið Kerling í Eyjafirði, sem er hæsta fjall í byggð á Íslandi, var grátt ofan í miðjar hlíðar í gær.

Búast má við stormi suðaustanlands og á miðhálendinu með kvöldinu. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt þegar líður á daginn, víða 10-18 m/s síðdegis, en allt að 23 m/s suðaustanlands. Rigning verður eða súld, fyrst austantil á landinu en síðan einnig vestanlands. Í nótt fer að lægja, fyrst austantil á landinu.

Á morgun verður austan og norðaustan 5-13 með vætu sunnan- og austantil, en úrkomulítið norðanlands. Næstu daga hlýnar í veðri en á morgun verður hiti 12 til 19 stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert