Konur ánægðari með Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins
Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins Rax / Ragnar Axelsson

Mun fleiri konur en karlar eru ánægð með að Hanna Birna Kristjánsdóttir skuli hafa tekið við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.  Alls segjast 52% kvenna ánægðar með breytinguna en aðeins 38% karla. Í heildina litið eru 45% ánægð, 40% hvorki né og aðeins 15% óánægð.

Greint eftir flokkum eru ríflega 80% sjálfstæðismanna ánægð með nýja oddvitann en aðeins 5% óánægð. 36-38% stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri-Grænna eru ánægð.

Þegar skoðuð voru viðhorf til þess að Hanna Birna verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur eru 87% sjálfstæðismanna ánægð en meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar óánægður sem og rúm 40% Vinstri-Grænna.

Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði 20.-29. júní. Úrtakið var 1.130 manns á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu og var svarhlutfall um 64%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert