Búist er við að umfjöllun RÚV af landsbyggðinni minnki frá og með haustinu þegar starfandi fréttamönnum á svæðisstöðvunum á Ísafirði fækkar úr tveimur í einn og á Egilsstöðum úr þremur í tvo vegna uppsagna sem tilkynntar voru fyrr í vikunni. Að auki verður ekki ráðið í stað fréttamanns á Akureyri sem sagt hefur starfi sínu lausu.
„Ein manneskja getur ekki borið þetta allt, við framleiðum efni fyrir útvarps- og sjónvarpsfréttir, vefinn, Morgunvaktina á Rás 2, Samfélagið í nærmynd og svo sendum við út svæðisútvarp fjóra daga í viku. Ég held að þessar uppsagnir séu mistök og grunar helst að leggja eigi svæðisútvarpið niður,“ segir hún.
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ekki eigi að leggja niður svæðisútvarpið eða aðra þætti í starfseminni. „Við erum að draga saman seglin á öllum sviðum og á svæðisstöðvunum, eins og á öðrum stöðum starfseminnar, verðum við bara að biðja fólk að hlaupa dálítið hraðar,“ segir hann.
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Útvarpsins, segir augljóst að framleiðslan, sérstaklega á Ísafirði og Egilsstöðum, muni minnka töluvert.