Mun minna talað við konur

Í fréttum þar sem viðtöl eru tekin við fólk eru konur einungis 20 prósent viðmælenda. Yfirgnæfandi meirihluti, eða áttatíu prósent, er karlmenn.

Í nýrri úttekt sem Creditinfo Ísland gerði í janúar, mars og júní á þessu ári á kynjahlutfalli viðmælenda í fjölmiðlum kemur fram að konur koma einungis fram í 21 prósent frétta þar sem viðmælendur koma fram og því er hlutfall karla 79 prósent. 

Fyrirtækið skoðaði fréttir Sjónvarps, Stöðvar 2, Bylgjunnar og Fréttastofu Útvarps. Alls voru fréttir 7.908 og komu viðmælendur fram í 24,5 prósent fréttanna sem gerir 1.959 fréttir. Sumar fréttanna höfðu fleiri en einn viðmælanda og var heildarfjöldi viðtala 2.544.

Talað var við 813 einstaklinga og voru karlmenn 650 og konur 173. Fjöldi viðtala við karlmenn var 1.940 og við konur 515.

Creditinfo Ísland er sameinað fyrirtæki Fjölmiðlavaktarinnar og Lánstrausts og var þetta í fyrsta sinn sem þeir framkvæma svona úttekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka