Nýliðinn júnímánuður var hlýr, þurr og sólríkur

Njóta veðurblíðunnar í Nauthólsvík.
Njóta veðurblíðunnar í Nauthólsvík. mbl.is/Kristinn

Norðaustlæg átt var ríkjandi í nýliðnum júnímánuði og veðurlag dró dám af því, segir í veðuryfirliti, sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur tekið saman. Hlýtt var um sunnan- og vestanvert landið og hiti vel yfir meðallagi. Mjög þurrt var vestanlands og einnig víða um sunnanvert landið.

Óvenjusólríkt var sunnanlands í júní. Þannig voru sólskinsstundir óvenjumargar í Reykjavík eða 313. Þetta er jafnmikið og í júní 1924 en saman eru þessir mánuðir í 2.-3. sæti sólríkra júnímánaða. Sólskinsstundirnar mældust 338 í júní 1928 og því hefði þurft tvo góða sólardaga til viðbótar til að slá það met.

Meðalhiti í Reykjavík var 10,6 stig og er það 1,6 stigi yfir meðallagi. Þetta er svipaður hiti og var í júní í fyrra og reyndar líka 2004 og 2005, en heldur hlýrra var bæði 2002 og 2003. Júní í ár er 8. hlýjasti júní í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga.

Á Akureyri var meðalhitinn 9,1 stig og er það í meðallagi. Þetta er kaldasti júní á Akureyri frá 2001.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert