Veðurstofan spáir austan og norðaustan 5-10 m/s víða á landinu í dag en allt að 15 m/s syðst á landinu og á annesjum norðvestantil. Skýjað verður að mestu og væta öðru hverju einkum síðdegis á Norður og Austurlandi. Í fyrramálið verður suðaustan 8-13 m/s en lægir þegar líður á daginn. Væta verður öðru hverju sunnan- og vestanlands en norðanlands léttir víða til. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast vestan- og norðantil á landinu.