Starfsmannafélag RÚV ályktar um uppsagnir

Stjórn Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins ohf. skorar á menntamálaráðherra, ríkisstjórn og Alþingi Íslands að tryggja Ríkisútvarpinu ohf. þær tekjur sem lofað var þegar rekstrarfyrirkomulaginu var breytt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Starfsmannafélaginu.

„Þegar Ríkisútvarpið ohf. var stofnað sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að í sérstökum þjónustusamningi við ráðuneytið yrði tilgreint hið fjölþætta menningarlega, lýðræðislega og samfélagslega hlutverk sem Ríkisútvarpið eigi að hafa sem öflugur fjölmiðill í almannaþágu.  Í þjónustusamningi segir að þau markmið sem lögð séu til grundvallar í samningnum byggist á þeirri forsendu að tekjur RÚV lækki ekki á tímabilinu.

Ríkisútvarpið ohf. getur ekki sinnt fjölbreyttu hlutverki sínu nema að tekjur fylgi efnahagsþróun í landinu.  Það gera þær ekki í dag.   
Starfsmannasamtökin minna jafnframt á að mannauður er ein mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis.  Það er sorglegt að núverandi ástand bitni fyrst og fremst á almennum starfsmönnum.  Uppsagnir ættu að vera síðasta úrræðið sem stjórnendur grípa til, en ekki sjálfsagður liður í hagræðingu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka