Starfsmannafélag RÚV ályktar um uppsagnir

Stjórn Starfs­manna­sam­taka Rík­is­út­varps­ins ohf. skor­ar á mennta­málaráðherra, rík­is­stjórn og Alþingi Íslands að tryggja Rík­is­út­varp­inu ohf. þær tekj­ur sem lofað var þegar rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag­inu var breytt. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Starfs­manna­fé­lag­inu.

„Þegar Rík­is­út­varpið ohf. var stofnað sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra að í sér­stök­um þjón­ustu­samn­ingi við ráðuneytið yrði til­greint hið fjölþætta menn­ing­ar­lega, lýðræðis­lega og sam­fé­lags­lega hlut­verk sem Rík­is­út­varpið eigi að hafa sem öfl­ug­ur fjöl­miðill í al­mannaþágu.  Í þjón­ustu­samn­ingi seg­ir að þau mark­mið sem lögð séu til grund­vall­ar í samn­ingn­um bygg­ist á þeirri for­sendu að tekj­ur RÚV lækki ekki á tíma­bil­inu.

Rík­is­út­varpið ohf. get­ur ekki sinnt fjöl­breyttu hlut­verki sínu nema að tekj­ur fylgi efna­hagsþróun í land­inu.  Það gera þær ekki í dag.   
Starfs­manna­sam­tök­in minna jafn­framt á að mannauður er ein mik­il­væg­asta auðlind hvers fyr­ir­tæk­is.  Það er sorg­legt að nú­ver­andi ástand bitni fyrst og fremst á al­menn­um starfs­mönn­um.  Upp­sagn­ir ættu að vera síðasta úrræðið sem stjórn­end­ur grípa til, en ekki sjálf­sagður liður í hagræðingu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert