Tveggja tonna risaskjáir stóðust veðurofsann

Tveir 20 fermetra skjávarpar sem vega samtals um tvö tonn …
Tveir 20 fermetra skjávarpar sem vega samtals um tvö tonn hafa verið settir upp á Lansdmóti hestamanna. mbl.is

Tveir 20 fermetra skjávarpar sem vega samtals um tvö tonn, stóðust veðurofsann á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu í gær.  Skjáirnir hristust nokkuð í nótt vegna óveðurs en stóðust áhlaupið enda búið að festa þá rækilega vel niður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Nýherja.

Skjávörpunum er ætlað að birta upplýsingar um úrslit í keppni og sýna frá skemmtidagskrá sem verður í boði fyrir landsmótsgesti.  Gert er ráð fyrir um 10-14 þúsund gestum á Landsmóti, þar af um 2.500-3.500 erlendum gestum. Uppsetning á skjáunum er samvinnuverkefni Nýherja og Long ehf, og tók einn og hálfan dag að segja þá upp.
 
"Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa slíka skjái fyrir gesti því þeir veita upplýsingar um dagskrá og tryggja að sem flestir sjái hvað fram fer á reiðvellinum, ekki síst fyrir einkunnir og úrslit. Skjárinn gefur skemmtidagskránni einnig meira vægi og skemmtilegan blæ," segir Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert