Úrskurður Óbyggðanefndar stendur

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Reykjavíkur­borgar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarneskaupstaðar, Braga Sigurjónssonar, Orkuveitu Reykjavíkur og Þorsteins Hjaltested, um að felldur yrði úr gildi hluti úrskurðar Óbyggðanefndar í máli varðandi Stór-Reykjavíkursvæðið um þjóðlendu.

Einnig var íslenska ríkið sýknað af kröfum þeirra um að viðurkennt yrði að á afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna sé engin þjóðlenda. Hafnað var kröfum í málinu um að landamerki tiltekinna jarða væru önnur en Óbyggðanefnd ákvað með úrskurðinum. Sýknað var einnig af kröfum um viðurkenningu á eignarréttindum á svæðinu og hafnað kröfum um viðurkenningu á fullum og óheftum afnotarétti á sama svæði.

Telst svæðið því þjóðlenda: „Frá Sýslusteini austan Lyklafells eftir árfarvegi Lykla­fellsárinnar fyrir sunnan Lyklafell og niður í Nautapoll. Úr Nautapolli meðfram heiðarbrún í vatnsfar­veginn við norðurenda Vatnaássins. Úr því ræður norðurkvísl Lykla­fellsárinnar þangað til hún fellur í Fossavallaá. Syðsta kvíslin af Fossavallaám frá Lækjar­móti, sem rennur frá bænum, ræður upp af þúfu, sem stendur í Holtstanga fyrir neðan Neðrivötn, þaðan til útsuðurs í mógrýtisklett, með rauf í, er snýr suður, þaðan í Sandfellshnjúk. Þaðan til norðvesturs í suðvesturhorn á Selfjalli og þaðan í Markhól. Úr Markhól í Húsfell, þaðan í Þríhnjúka og áfram í Bláfjalla­horn. Síðan eftir hæstu tindum Bláfjalla í stöpul á Vífilsfelli. Þaðan í fyrrgreindan Sýslustein.“

Dómurinn í heild

Vífilfell
Vífilfell mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert