Ein stærsta ferðahelgi landsins framundan

Frá tjaldstæðinu við Þórsheimilið á Akureyri
Frá tjaldstæðinu við Þórsheimilið á Akureyri mbl.is/Margrét Þóra

Fyrsta helg­in í júlí hef­ur um skeið verið ein mesta ferðahelgi lands­ins og bú­ist er við mik­illi um­ferð um land allt. Lög­regl­an hef­ur af þessu til­efni sér­stakt sam­starf og verður með aukið eft­ir­lit á veg­um og úti­vist­ar­svæðum.

Um kom­andi helgi fer í hönd ein stærsta um­ferðar­helgi árs­ins. Margt kem­ur til, veður­spá er góð, hátíðar­höld víða um land og skóla­fólk með sína fyrstu út­borg­un í vas­an­um eft­ir að hafa unnið fyrsta mánuðinn í sum­ar­vinn­unni. Reynsl­an sýn­ir að um þessa helgi hóp­ast ung­menni af stað og hef­ur það gerst að þau hafi slegið upp tjald­búðum utan skipu­lagðra tjaldsvæða þar sem ekki er gæsla eða aðstaða af neinu tagi. Því vill lög­regl­an beina þvi til for­eldra að fylgj­ast með og ferðast með börn­um sín­um og taka  þátt í skemmt­un­inni þannig að ekki sé um eft­ir­lits­laus­ar sam­kom­ur að ræða á stöðum sem ekki eru ætlaðir til slíks sam­komu­halds.

 Á Gaddstaðaflöt­um á bökk­um Ytri – Rangár er gert ráð fyr­ir 12 til 15 þúsund manns á Lands­móti hesta­manna. Þá má gera ráð fyr­ir að dvalið verði í flest­um sum­ar­hús­um Árnes- og Rangár­valla­sýslna sem og tjald­stæðum um allt Suður­land. Því er ekki ólík­legt að 30 til 50 þúsund manns verði á ferð um þess­ar tvær sýsl­ur um helg­ina.

 Til að bregðast við þessu hafa lög­regluliðin á Hvols­velli, á Sel­fossi og um­ferðardeild lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins haft með sér sam­starf og munu lög­reglu­menn á  12 til 15 merkt­um  tækj­um lög­reglu sinna eft­ir­liti á veg­um úti á leiðinni frá Reykja­vík aust­ur um Árnes-, Rangár­valla-, og Vest­ur Skafta­fells­sýslu og út frá Þjóðvegi 1.

Þá mun þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar, sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi rík­is­lög­reglu­stjóra við gæsl­una, einnig fljúga með lög­reglu­menn frá Sel­fossi til um­ferðareflt­ir­lits að minnsta kosti tvo daga og bein­ist það eft­ir­lit að SV horn­inu öllu eft­ir því sem verk­efni koma upp. Lögð verður áhersla á að ná til þeirra sem hraðast aka og erfitt reyn­ist að ná til með öðrum hætti ásamt því að fylgj­ast sér­stak­lega með ástandi öku­manna með tillti til ölv­un­ar og / eða vímu­efna­notk­un­ar.

Vegna hátíðar­inn­ar Írsk­ir dag­ar sem verður sett á Akra­nesi á morg­un er lög­regl­an á Akra­nesi í sér­legu sam­starfi við lög­regl­una í Borg­ar­nesi, á höfuðborg­ar­svæðinu og sér­sveit­ina. Bú­ist er við tals­verðum mann­fjölda.

Þeim sem hyggja á ferðalög er bent á að gera ná­grönn­um sín­um viðvart um það og fá þá til að hafa aug­un með eig­um sín­um en þekkt er að óprúttn­ir aðilar noti sér fjar­veru fólks til þjófnaða.

Lög­regl­an skor­ar á veg­far­end­ur að sýna aðgát í um­ferðinni, gæta þess að öku­tæki og eft­ir­vagn­ar séu í góðu lagi og að öku­menn séu það einnig. Mik­ill um­ferðarþungi kall­ar á þol­in­mæði og til­lits­semi við sam­ferðamenn okk­ar. Þannig stuðlum við að því í sam­ein­ingu að all­ir kom­ist heil­ir á leiðar­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert