Hæðst að helgidómnum

Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja. mbl.is/Brynjar Gauti

Meg­in­regl­an var sú að kirkj­ur á lands­byggðinni væru opn­ar gest­um og gang­andi flesta daga árs­ins eða þá að lyk­ill­inn stæði í skránni. Á síðari árum hef­ur sú breyt­ing orðið á að nú er það meg­in­regl­an, að kirkj­ur eru lokaðar. Ástæða þessa er ótti við spjöll á kirkj­um og þjófnaði úr þeim. Reynd­ar eru all­mörg dæmi um slíkt, bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og úti á landi.

„Þeir sem koma að kirkj­unni sinni lokaðri verða óánægðir, svo ein­falt er það,“ seg­ir Kristján Val­ur Ing­ólfs­son, prest­ur á Þing­völl­um og formaður Helgisiðanefnd­ar kirkj­unn­ar.Sem dæmi um breytta tíma nefn­ir séra Kristján Val­ur Ing­ólfs­son að fólk hef­ur í aukn­um mæli komið í kirkj­urn­ar, gagn­gert að því er virðist, til að hæðast að helgi­dómn­um.

„Á síðustu árum höf­um við í aukn­um mæli orðið vör við að fólk kem­ur í kirkj­urn­ar og tek­ur spaug­mynd­ir af sér til dæm­is við að blessa söfnuðinn fyr­ir fram­an alt­arið. Þetta fólk fækk­ar jafn­vel föt­um við þessa iðju sína,“ seg­ir Kristján Val­ur.

„Það eru ýmis svona vand­ræði sem við þekkt­um ekki fyr­ir fá­ein­um árum. Það er allt í lagi að vera fynd­inn, en það er til fólk sem vill hæða helgi­dóm­inn og það er viðkvæmt fyr­ir allt safnaðarfólk.“

Hann seg­ir að fólk í söfnuðum úti um land ótt­ist meðal ann­ars að ógæfu­fólk sé á ferð og geri sig heima­komið í kirkj­um. „Við erum hrædd við slík­ar eft­ir­lits­laus­ar heim­sókn­ir því oft veit slíkt fólk ekki hvað það ger­ir,“ seg­ir Kristján Val­ur. Ekki þurfi nema að fólk missi síga­rettu úr munn­viki í gólfið þá geti kirkj­an verið far­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert