Ísbjarnarmálið í Le Monde

Ísbjörninn að Hrauni
Ísbjörninn að Hrauni mbl.is/RAX

Löng grein birt­ist í franska dag­blaðinu Le Monde í dag um ís­bjarna­málið hér­lend­is í júní. Talað er við sér­fræðinga á ýms­um sviðum, til dæm­is danska yf­ir­dýra­lækn­inn sem kom vegna seinni ís­bjarn­ar­ins, Car­sten Grondahl, um­hverf­is­ráðuneytið og Þór Jak­obs­son á Veður­stofu Íslands.

Um­fjöll­un­in er nokkuð ít­ar­leg. Sag­an er rak­in í heild sinni og talað við sér­fræðing­ana sem út­skýra hvernig staðið geti á þessu og hvort rétt hafi verið brugðist við. Sér­stök áhersla er lögð á af­leiðing­ar hlýn­un­ar jarðar og hvort það sé ekki lík­legt að fleiri birn­ir leggi leið sína hingað.

Að auki er tek­inn ann­ar vink­ill á mál­inu og í ann­arri grein er talað við græn­lensk­an veiðimann sem tal­ar um líf sitt og lýs­ir aðstæðum á Græn­landi.

Hér er grein­in á vef Le Monde.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert