Kjaraskerðingin allt að 30%

Reuters

Útlendingar sem starfa hér á landi, og senda meginhluta launa sinna til fjölskyldunnar í heimalandi sínu, hafa orðið fyrir umtalverðri launaskerðingu vegna veikingar krónunnar að undanförnu.

Skerðingin nemur allt að 30% frá áramótum, reiknað í evrum. Um áramótin kostaði evran 90 krónur. Í dag kostar hún um 125 krónur.

Til útskýringar má taka eftirfarandi tilbúið dæmi: Útlendingur sem hér starfar hefur 150 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði, þegar skattar og gjöld hafa verið greidd. Hann notar 50 þúsund krónur til framfærslu hér. Kaupmáttarrýrnun hefur verið 4% síðustu 12 mánuði, svo þessi hluti hefur rýrnað um tvö þúsund krónur að raungildi. Maðurinn sendir jafnvirði 100 þúsund króna til fjölskyldu sinnar í heimalandinu. Hann skiptir íslenskum krónum í evrur, eins og er langalgengast. Skerðingin frá áramótum er tæplega 30% eða 30 þúsund krónur. Laun viðkomandi hafa því skerst um 32 þúsund krónur frá áramótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert