Kjaraskerðingin allt að 30%

Reuters

Útlend­ing­ar sem starfa hér á landi, og senda meg­in­hluta launa sinna til fjöl­skyld­unn­ar í heimalandi sínu, hafa orðið fyr­ir um­tal­verðri launa­skerðingu vegna veik­ing­ar krón­unn­ar að und­an­förnu.

Skerðing­in nem­ur allt að 30% frá ára­mót­um, reiknað í evr­um. Um ára­mót­in kostaði evr­an 90 krón­ur. Í dag kost­ar hún um 125 krón­ur.

Til út­skýr­ing­ar má taka eft­ir­far­andi til­búið dæmi: Útlend­ing­ur sem hér starfar hef­ur 150 þúsund krón­ur til ráðstöf­un­ar á mánuði, þegar skatt­ar og gjöld hafa verið greidd. Hann not­ar 50 þúsund krón­ur til fram­færslu hér. Kaup­mátt­ar­rýrn­un hef­ur verið 4% síðustu 12 mánuði, svo þessi hluti hef­ur rýrnað um tvö þúsund krón­ur að raun­gildi. Maður­inn send­ir jafn­v­irði 100 þúsund króna til fjöl­skyldu sinn­ar í heima­land­inu. Hann skipt­ir ís­lensk­um krón­um í evr­ur, eins og er lang­al­geng­ast. Skerðing­in frá ára­mót­um er tæp­lega 30% eða 30 þúsund krón­ur. Laun viðkom­andi hafa því skerst um 32 þúsund krón­ur frá ára­mót­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert