Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að greiða áfram strætófargjöld námsmanna í Reykjavík, skólaárið 2008 til 2009. Samþykktin er gerði í framhaldi af því að á síðasta ári var samþykkt að reykvískir nemendur í framhalds- og háskólum gætu notað strætó endurgjaldslaust veturinn 2007-2008.
Samþykktin er liður í verkefninu Græn skref og er gert ráð fyrir að viðbótarkostnaður vegna verkefnisins nemi samtals 270 milljónir króna.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg að einnig sé stefnt að enn frekari niðurfellingu strætisvagnafargjalda fyrir börn og unglinga að átján ára aldri sem og fargjöldum fyrir aldraða og öryrkja samhliða því sem unnið er að því að bæta leiðakerfi og þjónustu við farþega. .