Ljósmyndasýningin World Press Photo opnaði formlega í Kringlunni í dag. Á sýningunni eru 185 myndir sem sýna flestir hliðar mannlegrar tilveru. Fréttaljósmynd ársins er bresk og sýnir hermann við neðanjarðarbyrgi í Afganistan.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, opnaði sýninguna og fulltrúi World Press Photo, Erik De Kruij, flutti ávarp.
World
Press Photo ljósmyndasýningin hefur verið sett upp á Íslandi í rúm
tuttugu ár og er þetta fjórtánda skiptið sem hún er sett upp í
Kringlunni.
Fréttaljósmynd ársins var tekin
af breska ljósmyndaranum Tim Hetherington fyrir Vanity Fair. Sýnir
myndin hermann sem lætur sig síga niður á kant við Restrepo
neðanjarðarbyrgið í Korengal dalnum í Afganistan í lok dags. Dalurinn
var helsta átakasvæðið í baráttu Bandaríkjanna gegn íslömskum
vígamönnum í Afganistan.
Að sýningunni hér á landi standa Morgunblaðið, Kringlan og auglýsingastofan Jónsson & Le'macks.
Sýningin, sem er á 1. og 2. hæð, verður opin á afgreiðslutíma Kringlunnar og mun standa yfir til 24. júlí.
Hér má sjá vinningsmyndirnar.