Blönduós 20 ára

Frá Blönduósi
Frá Blönduósi

Blönduósbær heldur upp á 20 ára bæjarafmæli sitt í dag, 4.júlí. Engin hátíðarhöld verða þó í bænum þessa helgi en því meira verður um dýrðir næstu helgi en þá verður Húnavaka haldin og afmælisins minnst um leið.

Það var 4. júlí  árið 1988 sem Blönduós var formlega tekinn í bæjartölu því sveitarfélagið hafði uppfyllt þá kröfu sem þá var í gildi um bæjarréttindi, að íbúafjöldi undangengina þriggja ára hefði verið yfir 1000.

Í dag er íbúafjöldin aðeins undir þessum mörkum en engan bilbug er að finna á sveitarfélaginu sem senn ætlar að ráðast í byggingu 25 metra sundlaugar við íþróttamiðstöð bæjarins.

Þeir sem vilja kynna sér dagskrá Húnavöku geta kíkt á vefinn huni.is og þar geta áhugasamir líka heyrt brot af þeim níu Vökulögum sem kynnt verða á Rás 2 í fyrramálið og flutt í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi föstudaginn 11. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert