Gæsluvarðhaldsúrskurður til Hæstaréttar

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í gær kröfu ríkissaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir rúmlega fimmtugum manni  sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot gagnvart börnum. Ríkissaksóknari áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar í morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á mánudaginn. Ekki er ljóst hvenær úrskurður Hæstaréttar mun liggja fyrir. 

Samkvæmt upplýsingum ríkissaksóknaraembættisins var ákæra gegn manninum lögð fram þann 30. júní. Ekki fást hins vegar nánari upplýsinar um máli þar þar sem réttarhöld í málinu verða lokuð.

Fram hefur komið fréttum fjölmiðla að maðurinn sé grunaður um að hafa beitt þrjú börn sín af seinna hjónabandi og tvö börn af fyrra hjónabandi, auk fjögurra barna utan fjölskyldunnar kynferðislegu ofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert