Kaupmenn ævareiðir

Ingólfstorg minnkar um fjórðung ef hugmyndir um að færa tvö hús inn á torgið vegna hótelbyggingar ná fram að ganga. Kaupmenn við torgið áttu fund með Jakobi Frímanni Magnússyni miðborgarstjóra vegna málsins í dag. Þeir fréttu fyrst af þessum áformum skömmu áður en frestur til að gera athugasemdir rann út.

Kaupmennirnir óttast að gamla innréttingahúsið (Fógetinn) sem nýlega var fært í stand lendi í skugga nýbyggingarinnar sem verður á fimm hæðum. Andspænis innréttingahúsinu verður aðkoma í gríðarlega stóran bílakjallara sem á að þjóna hótelinu. 

Alls bárust 25 athugasemdir til skipulagsyfirvalda en kaupmennirnir gagnrýna hvernig staðið var að því að kynna breytingarnar og telja andstöðuna miklu meiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert