Með strætisvagni í Borgarnes

Sverrir Vilhelmsson

Fyrsta janúar á næsta ári hefjast reglulegar strætisvagnasamgöngur upp í Borgarnes, um Hvalfjarðarsveit, ef fyrirætlanir sveitarstjórnarmanna á sunnanverðu Vesturlandi ganga eftir. Borgarbyggð, Akranes og Hvalfjarðarsveit standa í sameiginlegum viðræðum við Strætó bs. um þessar mundir og ræða mögulega tilhögun slíkra ferða. Það leiðakerfi sem mest er rætt þessa dagana byggist á því að skiptistöð verði komið upp við norðurenda Hvalfjarðarganganna, þar sem sveitarfélögin þrjú sameinist um leiðina til Reykjavíkur með hagkvæmum hætti.

Að sögn Páls S. Brynjarssonar, sveitarstjóra í Borgarbyggð, eru hugmyndirnar enn í mótun en ferðir í Borgarnes verða að lágmarki 35 í viku, kannski mun fleiri með samstarfi sveitarfélaganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert