Birkismugan, fiðrildategund sem fyrst varð vart á Íslandi í heimilisgarði í Hveragerði sumarið 2003, hefur breitt úr sér og stefnir í að verða að skaðvaldi á höfuðborgarsvæðinu.
Hefur hún þegar lagst á birkitré í gróðurbeltinu, sem nær frá kirkjugarðinum í Fossvogi og austur að Elliðaárdalnum, en ólíkt öðrum tegundum sem numið hafa land éta lirfurnar sig inn í blöðin og eru því ekki sýnilegar.
Spurður um hina hröðu útbreiðslu birkismugunnar segir Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, að það kunni að eiga hlut að máli að sumarið hafi verið gott, líkt og síðustu sumur.alldór úðun hafa gefið góða raun í Hveragerði, eitrið síist inn í blöðin og drepi lirfurnar þar sem þær grafi sér göng líkt og meindýr sem nefnd eru gangaflugur.