Undirskriftasöfnun er hafin í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili í Hólavaði sem hefja á starfsemi í haust.
Ámundi Sjafnar Tómasson, einn forsvarsmanna undirskriftalistans, segir heimilið ógna öryggi barnanna í hverfinu. Minnir hann á að þó að fólk fari í meðferð haldist fæstir fíklar lengi edrú. Því fylgi heimilinu aukin hætta á innbrotum og öðrum glæpum auk ýmiss ónæðis enda fylgi óvirku fíklunum alls kyns fólk sem sé í neyslu.„Þetta er líka svo stór hópur, 20-30 manns eftir því sem mér skilst, og augljóst að erfitt verður að fylgjast vel með þeim öllum.“ Segist hann ekki hefði mótmælt heimilinu ef um væri að ræða minni hóp.
„Þetta hefði verið í lagi ef um væri að ræða eitt hús en þetta er heil raðhúsalengja,“ segir hann.
Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, vísar gagnrýninni á bug. „ Þarna verður starfsfólk allan sólarhringinn og neysla eða önnur vandræði ekki liðin.“