Varúð - Gas!

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur látið útbúa límmiða sem nota á til að merkja húsnæði þar sem gaskútar eru geymdir. Að sögn forvarnarsérfræðings slökkviliðsins er mjög mikilvægt að slökkviliðsmenn geti áttað sig á hvort gaskútar eru í húsnæði sem þeir koma að því af þeim getur stafað mikil sprengihætta.

Þessa dagana stendur yfir átak hjá slökkviliðinu og hægt er að nálgast límmiðana og upplýsingabæklinga á bensínafgreiðslum og öðrum stöðum sem selja og fylla á gaskúta.

Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu slökkviliðsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert