Dublinarákvæðið mikið notað

Mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Eng­um hæl­is­leit­enda var veitt staða flótta­manns á síðasta ári. Þrem­ur ein­stak­ling­um var veitt dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum og þrett­án um­sókn­um var hafnað og/​eða nei­kvæð ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar staðfest af dóms­málaráðuneyt­inu.Tutt­ugu og fjór­ir ein­stak­ling­ar voru send­ir til­baka á grund­velli svo­kallaðrar Dublin reglu­gerðar af þeim fjöru­tíu sem sóttu um hæli.  Þetta kem­ur fram á heimasíðu Rauða Kross Íslands.

Sjö ein­stak­ling­ar drógu hæl­is­um­sókn sína til baka eða hurfu af landi brott áður en ákvörðun var tek­in í máli þeirra. 

Í lok árs 2007 voru alls til meðferðar hjá stjórn­völd­um mál 31 hæl­is­leit­enda sem sótt höfðu um hæli á ár­un­um 2005-2007 en málsmeðferð hæl­is­um­sókna get­ur tekið lang­an tíma, allt að nokkr­um árum í lengstu til­vik­un­um.

„Þó það sé ljóst að í Dublin reglu­gerðinni sé ákveðin heim­ild til að taka ekki um­sókn­ir til efn­is­legr­ar meðferðar, held­ur vísa hæl­is­leit­end­um til þess Evr­ópu­lands sem ber ábyrgð á þeim sam­kvæmt reglu­gerðinni, tel­ur Rauði kross­inn að í sum­um til­vik­um sé rík ástæða til að taka um­sókn­ir til efn­is­legr­ar meðferðar,“ seg­ir Kristján Sturlu­son fram­kvæmda­stjóri Rauða kross­ins.

Rauði kross­inn vinn­ur að mál­efn­um hæl­is­leit­enda í sam­vinnu við stjórn­völd og í umboði Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR). Þá hef­ur Rauði kross Íslands lyk­il­hlut­verki að gegna við komu flótta­manna sem ís­lenska ríkið býður hingað til lands, venju­lega í 20 – 30 manna hóp­um.

Í mörg­um lönd­um hef­ur Rauði kross­inn tekið að sér marg­vís­leg störf sem tengj­ast flótta­mönn­um og hæl­is­leit­end­um, enda standa þeir oft ber­skjaldaðir við kom­una í ókunn­ugt land.

Á Íslandi hef­ur einn hæl­is­leit­andi fengið stöðu flótta­manns frá ár­inu 1991. Dóms­málaráðherra, Björn Bjarna­son, út­skýrði á Alþingi í nóv­em­ber 2003 hvers vegna svo fáir fá hæli hér á landi miðað við víða ann­ars staðar  í Evr­ópu. „Al­mennt er ein­kenn­andi fyr­ir þann hóp sem sótt hef­ur um hæli hér á landi að um­sækj­end­ur hafa reynt fyr­ir sér í öðrum Evr­ópu­ríkj­um og ým­ist ekki beðið þar eft­ir niður­stöðu eða verið synjað þar um hæli. Þá hef­ur í flest­um til­vik­um reynst vera um að ræða ein­stak­linga sem leita betri lífs­kjara en völ er á heima fyr­ir, en ekki fólk sem er á flótta und­an of­sókn­um eða stríðsátök­um í heimaríki sínu, en það er um síðar­nefnda hóp­inn sem þeir alþjóðasamn­ing­ar sem unnið er eft­ir fjalla.“


Það er at­hygli­vert að ef töl­urn­ar frá 1. janú­ar 1998 til 1. nóv­em­ber 2004 eru skoðaðar kem­ur í ljós að af þeim rúm­lega 380 sem sótt hafa um hæli á þeim tíma, hef­ur einn hæl­is­leit­andi fengið stöðu flótt­manns sam­kvæmt Flótta­manna­samn­ingn­um, eða um 0.26% þeirra sem sækja um hæli. Þetta hlut­fall er ívið lægra en geng­ur og ger­ist í lönd­un­um í kring­um okk­ur.  Séu þeir ekki tekn­ir með sem hafa verið end­ur­send­ir á grund­velli Dyflin­ar­samn­ings­ins eða Norður­landa­samn­ings hækk­ar þetta hlut­fall.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert