Eiga erfitt með að borga

Frá Helgafellslandi
Frá Helgafellslandi mbl.is/Ragnar Axelsson

Treglegar gengur að innheimta kröfur hjá einstaklingum og fyrirtækjum en áður. Innheimtufyrirtækin finna fyrir samdrættinum í þjóðfélaginu en telja þó enga holskeflu hafa skollið á ennþá. En menn bera kvíðboga fyrir haustinu.

Svipaða sögu segja talsmenn bankanna, þeir telja vanskilin ekki hafa aukist að neinu marki ennþá en hafa meiri áhyggjur af greiðslustöðu fólks í haust ef spár um fjöldauppsagnir og stóraukið atvinnuleysi ganga eftir. Hjá Íbúðalánasjóði fengust þær upplýsingar að umsóknum um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika hefði fjölgað um 34% miðað við sama tíma í fyrra.

„Uggur í fólki“

„Klárlega eru minni peningar í umferð og það hefur greinilega áhrif á einhverja. Það er uggur í fólki og menn leita allra leiða til að bæta verkferla. Samt er ekki hægt að tala um holskeflu ennþá. Flestir vilja hafa sín mál í lagi,“ segir Hrafnkell.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert