Eiga erfitt með að borga

Frá Helgafellslandi
Frá Helgafellslandi mbl.is/Ragnar Axelsson

Treg­leg­ar geng­ur að inn­heimta kröf­ur hjá ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um en áður. Inn­heimtu­fyr­ir­tæk­in finna fyr­ir sam­drætt­in­um í þjóðfé­lag­inu en telja þó enga holskeflu hafa skollið á ennþá. En menn bera kvíðboga fyr­ir haust­inu.

Svipaða sögu segja tals­menn bank­anna, þeir telja van­skil­in ekki hafa auk­ist að neinu marki ennþá en hafa meiri áhyggj­ur af greiðslu­stöðu fólks í haust ef spár um fjölda­upp­sagn­ir og stór­aukið at­vinnu­leysi ganga eft­ir. Hjá Íbúðalána­sjóði feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að um­sókn­um um aðstoð vegna greiðslu­erfiðleika hefði fjölgað um 34% miðað við sama tíma í fyrra.

„Ugg­ur í fólki“

„Klár­lega eru minni pen­ing­ar í um­ferð og það hef­ur greini­lega áhrif á ein­hverja. Það er ugg­ur í fólki og menn leita allra leiða til að bæta verk­ferla. Samt er ekki hægt að tala um holskeflu ennþá. Flest­ir vilja hafa sín mál í lagi,“ seg­ir Hrafn­kell.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert