Erilsöm nótt á írskum dögum

Talið er að 3-4 þúsund manns séu staddir á írskum …
Talið er að 3-4 þúsund manns séu staddir á írskum dögum á Akranesi mbl.is/Július

Fimm­tíu mál komu til kasta lög­regl­unn­ar á Akra­nesi frá því á há­degi í gær þar til í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni eru um þrjú til fjög­ur þúsund manns sam­an­kom­ir á írsk­um dög­um í bæn­um sem er svipaður fjöldi og  í fyrra. Hins veg­ar er færra ungt fólk þar sem ald­urstak­mark er á tjald­stæðinu.

Að sögn lög­reglu var tals­vert um að vísa þurfti ungu fólki frá sem reyndi að tjalda á tjald­stæðinu. Eins þurfti að hafa sam­band við tölu­verðan fjölda for­eldra og biðja þá að sækja börn sín og ung­linga.

Fjór­ir voru tekn­ir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna. Í einu til­vik­inu fannst við leit í bif­reiðinni eitt­hvað magn fíkni­efna en fjög­ur fíkni­efna­mál komu til kasta lög­regl­unn­ar í gær og nótt. Að sögn lög­reglu var í flest­um til­vik­um lítið magn gert upp­tækt. Tveir voru tekn­ir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is.

Mikið var um rysk­ing­ar og pústra en tvær lík­ams­árás­ir komu til kasta lög­reglu. Í ann­arri réðust tveir menn á þann þriðja og er sá að öll­um lík­ind­um nef­brot­inn. Árás­ar­menn­irn­ir gista fanga­geymsl­ur lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert