Goslokahátíð gengur vel

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Hátíðar­höld vegna gos­loka­hátíðar í Vest­manna­eyj­um fór vel fram síðastliðna nótt en eyja­menn fagna því að 35 ár eru síðan eld­gosi lauk á Heima­ey. Áætlað er að um fjög­ur til fimmþúsund manns hafði verið að njóta veður­blíðunn­ar og þeirra skemmt­un­ar sem boðið er uppá vegna þessa til­efn­is. Auk lög­regl­unn­ar sjá um 20 manns um gæslu í bæn­um.

 

Einn gisti þó fanga­geymslu vegna ölv­un­ar og óláta. Lög­regl­an þurfti einnig að hafa af­skipti af nokkr­um aðilum vegna ölv­un­ar og voru þeir aðstoðar til síns heima.

 

Þá var til­kynnt var um rúðubrot í nátt­úrugripa­safn­inu.Einn aðili flutt­ur á sjúkra­hús en hann hafði dottið og rot­ast. Var hann lagður inn til ör­ygg­is.

 

Í dag er boðið uppá ýmsa dag­skrá fyr­ir alla ald­urs­hópa og í kvöld verður skemmt­un fram­haldið í Skvís­u­sundi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert