Íbúar kvarta undan hávaða vegna viðgerða

Hávaðasamar viðgerðir standa nú yfir á Hallgrímskirkju.
Hávaðasamar viðgerðir standa nú yfir á Hallgrímskirkju. mbl.is/Golli

Íbúar sem búa í grennd við Hall­gríms­kirkju, á Frakka­stíg,  kvarta sár­lega und­an hávaða vegna viðgerða sem nú standa yfir. Segja þeir viðgerðir hefj­ist klukk­an hálf átta á morgn­ana og ljúki klukk­an níu og tíu á kvöld­in. Gest­ir á hót­el­um í ná­grenni kvarta sömu­leiðis.

Íbú­arn­ir hafa sent verk­fræðistof­unni sem sér um viðgerðina, VST, bréf þar sem þeir lýsa megnri óánægju sinni og segja að það sé al­ger­lega óá­sætt­an­legt að vera vak­inn laug­ar­dag eft­ir laug­ar­dag við gríðarleg­an hávaða klukk­an 7:30.

Íbú­arn­ir hafa haft sam­band við lög­reglu en hún seg­ist ekk­ert geta aðhafst þar sem næt­ur­ró sé lokið á þess­um tíma.

Starfs­fólk Hót­els Leifs Ei­ríks­son­ar segja þá gesti sem ekki fara út eldsnemma í dags­ferðir kvarta sár­lega und­an hávaðanum. Eru þetta einkum eldri ferðamenn sem finnst það ansi súrt í broti að vera vak­inn með þessu móti svo snemma á morgn­ana.

Fyr­ir stuttu lauk hávaðasöm­um fram­kvæmd­um á Skóla­vörðustíg í ná­grenni hót­els­ins en á meðan á þeim stóð missti hót­elið nokk­urn fjölda hót­elgesta sem skráðu sig út með þeim orðum að vist­in væri ein­fald­lega óbæri­leg vegna hávaða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert