Íbúar kvarta undan hávaða vegna viðgerða

Hávaðasamar viðgerðir standa nú yfir á Hallgrímskirkju.
Hávaðasamar viðgerðir standa nú yfir á Hallgrímskirkju. mbl.is/Golli

Íbúar sem búa í grennd við Hallgrímskirkju, á Frakkastíg,  kvarta sárlega undan hávaða vegna viðgerða sem nú standa yfir. Segja þeir viðgerðir hefjist klukkan hálf átta á morgnana og ljúki klukkan níu og tíu á kvöldin. Gestir á hótelum í nágrenni kvarta sömuleiðis.

Íbúarnir hafa sent verkfræðistofunni sem sér um viðgerðina, VST, bréf þar sem þeir lýsa megnri óánægju sinni og segja að það sé algerlega óásættanlegt að vera vakinn laugardag eftir laugardag við gríðarlegan hávaða klukkan 7:30.

Íbúarnir hafa haft samband við lögreglu en hún segist ekkert geta aðhafst þar sem næturró sé lokið á þessum tíma.

Starfsfólk Hótels Leifs Eiríkssonar segja þá gesti sem ekki fara út eldsnemma í dagsferðir kvarta sárlega undan hávaðanum. Eru þetta einkum eldri ferðamenn sem finnst það ansi súrt í broti að vera vakinn með þessu móti svo snemma á morgnana.

Fyrir stuttu lauk hávaðasömum framkvæmdum á Skólavörðustíg í nágrenni hótelsins en á meðan á þeim stóð missti hótelið nokkurn fjölda hótelgesta sem skráðu sig út með þeim orðum að vistin væri einfaldlega óbærileg vegna hávaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka