„Lítil sem engin sala á lóðum“

Leirvogstunguhverfi
Leirvogstunguhverfi mbl.is/Ragnar Axelsson

Tómir húsgrunnar og hálfkláruð steypuflykki blasa við þegar beygt er inn í nýja Úlfarsfellshverfið í Reykjavík. Sömu sögu er að segja af nýja hverfinu í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Einstaka smiður er á vappi hér og þar og í fjarska heyrist suð í háþrýstidælu. Veður er með besta móti og engan íbúa að sjá á götunum. Allt er með kyrrum kjörum.

Nýju íbúðahverfin í höfuðborginni og í nágrenni hennar eru ef til vill tær birtingarmynd þess að niðursveifla í efnahagslífinu er hafin; hægari og erfiðari tímar eru í nánd. Lánsfé af skornum skammti.

Lítið selst af lóðum

Sömu sögu er að segja af framkvæmdum í áðurnefndu Leirvogstunguhverfi. Bjarni Guðmundsson, sem stendur fyrir byggingu þess, segir mjög hafa hægt á sölunni. „Það selst lítið sem ekkert í dag, sem auðvitað telst eðlilegt þar sem enginn fær peninga.“ Hann segir það þó sæta furðu hve mikið er að gerast í hverfinu miðað við efnahagsástandið. Gert er ráð fyrir um 400 lóðum á svæðinu og um 1200-1300 íbúum. Erfitt er að segja til um hvenær hverfið verður fullmótað en framkvæmdaaðilar vonast til að svo verði innan tveggja til þriggja ára.

Lóðum skilað og verð lækkar

Þá hefur lóðum einnig verið skilað við Reynisvatnsás í Reykjavík. Um 650 umsóknir bárust upphaflega í þær 106 íbúðir sem eiga að vera í hverfinu. Þar eiga að vera 58 einbýlishús og 12 rað- og parhúsalóðir fyrir 48 íbúðir.

Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort líf glæðist að nýju í þessum hverfum og hvenær glaumur mannlífsins mun að lokum yfirgnæfa suðið í háþrýstidælunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert