Merkar menjar um mannavist

Hellar á Suðurlandi
Hellar á Suðurlandi mbl.is/RAX

Á Suðurlandi er víða að finna forna, manngerða hella á jörðum og frásagnir eru til af búsetu í þeim allt frá landnámsöld. Hér er því um að ræða stórmerkar heimildir um búsetu í árdaga Íslandssögunnar. Hellum þessum hefur á hinn bóginn lítið verið sinnt síðustu ár og ástand þeirra hefur versnað töluvert.

Þórður Tómasson, safnvörður á byggðasafninu í Skógum, segir að hellarnir séu meðal merkustu menningarsögulegu menja Íslendinga og að þeim beri að sýna virðingu og sóma. Téðir hellar voru friðlýstir árið 1927 en þær upplýsingar fengust hjá Fornleifavernd ríkisins að mikið fjármagn vanti til að hægt sé að halda þeim í góðu ástandi.

Hellarnir eru grafnir inn í móberg og sandstein og eru nánast óþekktir í öðrum landshlutum. Þeir hafa í gegnum tíðina ýmist verið nýttir sem svefnstaðir manna eða undir skepnur og í gömlum jarðabókum voru þeir iðulega taldir til mestu hlunninda.

Tilurð hellanna er ekki þekkt og hefur ýmsum kenningum verið haldið á lofti um hverjir hafi upphaflega grafið þá út. Einar Benediktsson skáld taldi til að mynda fullvíst að írskir papar hefðu mótað hellana fyrir norrænt landnám. Engar sannanir hafa þó fundist til þessa.

Þórður Tómasson safnvörður í Skógum
Þórður Tómasson safnvörður í Skógum mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert