Óviðunandi mismunun segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon

„Ástandið er óviðun­andi en við erum enn vongóð um að þetta verði eiðrétt,“ seg­ir Árni Sig­fús­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, um fjár­skort­inn sem plagað hef­ur Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja (HSS). Veru­lega hef­ur verið skorið niður í þjón­ustu þar und­an­farið, eins og sagt var frá í gær, og stefn­ir í að vísa þurfi frá 9 af hverj­um 10 sjúk­ling­um sem leita á heilsu­gæsl­una utan dagvakt­ar.

Árni seg­ir bæj­ar­stjórn­ina gera þá kröfu að íbú­ar Suður­nesja geti sótt grunn­heil­brigðisþjón­ustu í sína heima­byggð, þótt ekki sé óeðli­legt að hluti þjón­ust­unn­ar sé sótt­ur til Land­spít­ala til að nýta þann búnað og þekk­ingu sem þar er til staðar.

Þess má þó geta að í upp­hafi árs gerði LSH sam­komu­lag við fjög­ur ná­granna­sjúkra­hús, þar á meðal Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja, um að veita rík­ari heil­brigðisþjón­ustu í heima­byggð til að létta álagið á LSH. Mark­mið þess sam­komu­lags, sem heil­brigðisráðherra kallaði í janú­ar tíma­mót, virðist því ekki geta gengið eft­ir á meðan ekki er komið til móts við fjárþörf HSS.

„Þegar við sáum fyrst hversu ójafnt er skipt á milli lands­hluta töld­um við að ein­hver mis­skiln­ing­ur væri í töl­un­um, en ég hef sjálf­ur farið yfir þær með okk­ar fólki og það er ótví­rætt að þarna er mik­il mis­mun­un,“ seg­ir Árni. Hluti ósam­ræm­is­ins geti skýrst af örri fjölg­un íbúa á svæðinu, en þegar sú breyta hafi verið tek­in með í reikn­ing­inn standi enn eft­ir óút­skýrður mun­ur sem þurfi að leiðrétta.

Að sögn Gunn­ars Svavars­son­ar, for­manns fjár­laga­nefnd­ar, eru mál HSS ekki enn kom­in frá heil­brigðisráðuneyt­inu inn á borð fjár­laga­nefnd­ar og er ekki von á aðgerðum fyrr en frumdrög að fjár­auka­lög­um birt­ast í októ­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert