Róleg nótt þrátt fyrir hátíðir

Tíðindalítið var hjá lögreglu á flestum stöðum í nótt þrátt fyrir margar hátíðir og mikinn mannfjölda á tjaldsvæðum.

Lögreglan á Borgarnesi tók einn ökumann grunaðan um ölvun við akstur en að öðru leyti gekk umferð afar vel þrátt fyrir að hún væri mikil.

Á Akureyri var einn ökumaður tekinn fyrir grun um að aka undir áhrifin fíkniefna. Pollamót standa nú yfir á Akureyri en allt fer mjög vel fram og gestir hinir prúðustu.

Á Egilsstöðum er talsvert af fólki samankomið á tjaldstæði vegna íslandsmeistaramóts í torfæruakstri sem nú stendur yfir en þar fór allt vel fram í nótt.

Lögreglan á Selfossi tók þrjá ökumenn grunaða um ölvun við akstur og einn fyrir að aka undir ávana- og fíkniefnum. Umferð var mikil í gærkvöldi en gekk hún afar vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert