Sautján ára á 142 km hraða

mbl.is/Július

Snemma í kvöld var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut á 142 km hraða.  Ökumaðurinn sem er nýorðinn 17 ára hefur eingöngu haft ökuskírteini sitt í tæpan mánuð.  Hann á von á 90.000 kr. sekt, auk 3 punkta.

Þá var ökumaður á Reykjanesbrautinni handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum vegna gruns um ölvun við akstur.

Fimm ökumenn voru síðan kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut rétt fyrir miðnætti.  Sá sem hraðast ók var á 129 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka