Þurfa undirgöng merkingar?

Slysstaðurinn við Fjallkonuveg í Grafarvogi
Slysstaðurinn við Fjallkonuveg í Grafarvogi Júlíus Sigurjónsson

Líðan drengsins sem ekið var á við Fjallkonuveg í Grafarvogi um eittleytið í gærdag er stöðug og er hann ekki í lífshættu, að sögn læknis á skurðdeild barna á Landspítala. Hann var á leið yfir Fjallkonuveginn á reiðhjóli þegar ekið var á hann á fólksbíl á litlum hraða. Að sögn Sævars Helga Lárussonar, sérfræðings hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, var drengurinn ekki með hjálm. Sævar segir fulla ástæðu til að impra á hjálmanotkuninni sem hafi fyrir löngu sannað gildi sitt.

Slysstaðurinn er hraðahindrun sem notuð er eins og gangbraut, enda er girðing á umferðareyju við hana rofin, svo fólk komist í gegn. Nálægt eru undirgöng sem gangandi og hjólandi vegfarendur geta nýtt sér án slysahættu. Kunnugir segja að þar sem „gangbrautin“ sé til staðar og göngin ekki merkt átti fólk sig oft ekki á þeim möguleika. Aðspurður tekur Sævar Helgi undir að tilefni geti verið til að vekja meiri athygli á undirgöngunum á þessum stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert