Þúsundir að Kárahnjúkum

Kárahnjúkar
Kárahnjúkar mbl.is/ÞÖK

Þó að fram­kvæmd­ir við Kára­hnjúka­virkj­um séu á loka­sprett­in­um hef­ur aðsókn ferðamanna og annarra gesta á svæðið lítið minnkað. Mun um­ferðin aukast enn meir frá 15. júlí til 15. ág­úst nk. þegar al­menn­ing­ur get­ur ekið eða gengið yfir Kára­hnjúka­stífl­una. Þá var ný­lega farið að bjóða fólki upp á skipu­lagðar skoðun­ar­ferðir inn í stöðvar­húsið í Fljóts­dal. Nú þegar hafa nærri 300 manns farið í þær ferðir.

Á síðasta ári komu um 10 þúsund gest­ir í Végarð, upp­lýs­inga­miðstöð Kára­hnúka­virkj­un­ar við Fljóts­dals­stöð, og að sögn Sól­veig­ar D. Berg­steins­dótt­ur for­stöðumanns stefn­ir í svipaða aðsókn á þessu ári. Á fyrstu sex mánuðum árs­ins höfðu um tvö þúsund manns komið í Végarð, sem er svipað og á sama tíma í fyrra, en framund­an eru anna­söm­ustu mánuðirn­ir í ferðaþjón­ust­unni; júlí og ág­úst. Þegar mest lét, árið 2006, komu nærri 16 þúsund manns að skoða virkj­un­ar­svæðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert