Braut blómapotta í ölæði

Chez Monique við Tjarnargötu
Chez Monique við Tjarnargötu Ljósmynd/Davíð Friðbertsson

Ekki var fallegt um að litast fyrir utan gistihúsið Chez Monique við Tjarnargötu í Reykjavík að morgni laugardags. Gestir á Monique urðu um nóttina varir við ungan mann sem fékk útrás fyrir reiði sína á blómapottunum í ölæði, eftir rifrildi við stúlku. Davíð Friðbertsson, sonur eiganda gistihússins, segir þreytandi að búa við skemmdarverk drukkins fólks um helgar, þau séu orðin ansi algeng. Hann vonar að sá sem vann skemmdirnar átti sig á alvarleika þess að skemma eigur annarra. onundur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert