Hafnsækin starfsemi víkur fyrir blandaðri byggð

Hugmyndir á bak við Kársnesið
Hugmyndir á bak við Kársnesið mbl.is

„Við sjáum fyrir okkur tveggja til fjögurra hæða byggð, með hugsanlegri inndreginni fimmtu hæðinni, alls ekki meira. Til að ná upp þessari stemningu þá þurfum við að ná upp ákveðnum fjölda íbúa og gestkomandi,“ segir Birgir Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs, um tillögur bæjarins að fyrirhugaðri byggð á Kársnesi.

Með þessari sýn er vikið frá eldri hugmyndum um hafnsækna starfsemi, hafskipahöfn og tengda starfsemi, tillögu sem olli mikilli ólgu á meðal íbúa í vesturbæ Kópavogs, þegar hún var kynnt á opnum fundi. Sjónarmið andstæðinga gamla skipulagsins eru rakin á vefsíðu samtakanna Betri byggð á Kársnesi.

Birgir segir að hafnsækin starfsemi muni víkja strax, en vöruskemmurnar smátt og smátt með tímanum. Ástandið á fasteignamarkaðnum hægi á þessari þróun eins og staðan sé núna.

„Þetta er blönduð byggð, með atvinnustarfsemi og íbúum, eins og er í mörgum af öðrum miðbæjum. Það sem kemur þarna að auki er að við erum með höfnina og sjóinn,“ segir Birgir, sem ber tillögurnar saman við sambærilega hafnarbyggð í öðrum ríkjum, í takt við þær sem hér eru sýndar.

Fossvogurinn sé „týnda perlan“ í skipulaginu og með því að tengja byggðina betur við lífríkið og þá starfsemi sem þar sé megi skapa einstæða heild á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki liggur fyrir hversu margar íbúðir verða reistar við hafnarsvæðið á Kársnesinu en í fyrri tillögum hefur verið reiknað með um 1.000 íbúðum, allt eftir vægi og umfangi atvinnustarfsemi á svæðinu.

Göngubrú verði hluti af nýjum Fossvogi

Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en slík brú myndi þvera voginn þar sem hann er hvað mjóstur.

Sjá skipulagsyfirvöld fyrir sér að slík brú gæti orðið liður í að efla Fossvoginn sem útivistarsvæði, auk þess að tengja hina fyrirhuguðu byggð á Kársnesi betur við byggðina handa vogarins.

Göngubrú í Amsterdam
Göngubrú í Amsterdam mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert