Læti á Suðurnesjum í nótt

Lögreglustöðin í Reykjanesbæ
Lögreglustöðin í Reykjanesbæ Af vef lögreglunnar

Nokk­ur er­ill var eft­ir miðnættið hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.  Tals­vert var um kvart­an­ir vegna hávaða og ölv­un­ar í heima­hús­um í öll­um sveit­ar­fé­lög­un­um á svæðinu. Ein lík­ams­árás varð kærð og átti hún sér stað á ein­um skemmti­staðanna. Bif­reiðar voru skemmd­ar, bæði lög­reglu­bif­reið og bif­reiðar við Baugs­holt.

„Lög­reglu­bif­reið skemmd­ist er henni var ekið fram­hjá ein­um af skemmtistöðum Reykja­nes­bæj­ar við Hafn­ar­götu, en ölvaður og æst­ur hæl­is­leit­andi kastaði í hana bjór­flösku.  Sá var hand­tek­inn og vistaður í fanga­geymslu.  Hann verður yf­ir­heyrður síðar vegna máls­ins," sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.

For­eldra beðnir um að sækja ölvuð ung­menni

Til­kynnt var um tvo drengi að skemma bif­reiðar í Baug­holti með því að ganga yfir þær.  Þeir náðu að komst und­an, en eig­andi einn­ar bif­reiðar­inn­ar hafði reynt að hlaupa þá uppi.  Vitað er hverj­ir dreng­irn­ir eru og verður haft tal af þeim síðar.  Lög­regl­an hafði síðan af­skipti af tveim­ur fé­lög­um drengj­anna sem einnig höfðu verið á staðnum, en þó ekki viðriðnir skemmd­ar­verk­in.  Voru þeir ölvaðir og höfðu nokkuð af áfengi meðferðis.  Þeir voru færðir á lög­reglu­stöðina og for­eldr­um gert að sækja þá.

Þá var ölvaður maður hand­tek­inn í Grinda­vík eft­ir ólæti.  Hann hafði verið að ógna mönn­um með hníf og skemmdi bif­reið.  Hann var vistaður í fanga­geymslu.

Snemma í kvöld var ökumaður bif­reiðar hand­tek­inn í miðbæ Kefla­vík­ur.  Hann var ofurölvi við stjórn henn­ar og er auk þess grunaður um að hafa verið und­ir áhrif­um fíkni­efna.

Einn ökumaður var kærður fyr­ir of hraðan akst­ur inn­an­bæjar í Kefla­vík, en hann mæld­ist á 81 km hraða.

Hest­ar ósátt­ir við hafa ekki fengið að fara á Hellu

Þá hafa borist til­kynn­ing­ar um að hest­ar hafi verið að sleppa út úr girðing­um, inn­an­bæjar í Garði og Grinda­vík.  Spurn­ing er hvort þeir hafi verið ósátt­ir við að sitja heima á meðan lands­mótið fer fram á Hellu, sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.  Lög­reglu­menn komu þeim aft­ur á sinn stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert