Eftirskjálfti við Ingólfsfjall

Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist kl. 06:22 í morgun við norðanvert Ingólfsfjall. Hann var á 5 km dýpi og fannst á Selfossi. Fáeinir minni skjálftar hafa mælst í kjölfarið. Þetta eru eftirskjálftar frá Suðurlandsskjálftanum sem varð þann 29. maí s.l., samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert